Dýralæknir kemur á Drangsnes
- Details
- Þriðjudagur, 28 febrúar 2023 17:32
Þriðjudaginn 7. mars næstkomandi klukkan 12.00 mun Dýralæknirinn í Búðardal sinna ormahreinsun hunda og katta á Drangsnesi með fyrirvara um veðráttu. Ormahreinsun er innifalin í árlegu dýraeftirlitsgjaldi Kaldrananeshrepps en þeir gæludýraeigendur sem eru með hunda og ketti í dreifbýli eru hvattir til að koma og kaupa ormalyf.
Ekki er nauðsynlegt að panta tíma.
Óskað er eftir því að dýr séu í bandi eða búri.
Staðsetning : Slökkviliðsstöð Kaldrananeshrepps, Grundargötu 17 á Drangsnesi