Sveitarstjórnarfundur var haldinn 28. desember 2022
- Details
- Fimmtudagur, 29 desember 2022 12:49
Miðvikudaginn 28. desember 2022 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 9. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Ísabella Benediktsdóttir, Hildur Aradóttir, Arnlín Óladóttir og Ingólfur Árni Haraldsson.
Oddviti setti fund kl. 20:00.
Hildur Aradóttir ritar fundargerð á tölvu.
Oddviti leitar afbrigða og tekur fyrir rekstur á Pottunum á Drangsnesi.
Dagskrá 9. fundar:
- Fundargerð 8. sveitarstjórnarfundar 14.12.2022
- Fundargerðir nefnda
- Aðrir fundir
- Hækkun útsvarsálagningar
- Rekstur á Pottunum á Drangsnesi
Fundargerð:
- Fundargerð 8. sveitarstjórnarfundar 14.12.2022.
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
Fundargerð lögð fram til kynningar. - Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir lágu fyrir. - Aðrir fundir
- Fundargerð 141. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis, 15.12.2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir. - Samband íslenskra sveitarfélaga, 916. fundur stjórnar, 14.12.2022
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
- Fundargerð 141. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis, 15.12.2022.
- Hækkun útsvarsálagningar
Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022 varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.
Hækkun útsvarsálagningar lögð fyrir.
Sveitarstjórn ákveður að hækka álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 um 0,22% og verði 14,74%.
Borið upp og samþykkt samhljóða. - Rekstur á Pottunum á Drangsnesi
Hreppnum barst beiðni frá Verslunarfélagi Drangsness ehf. um leigu á rekstri Pottanna á Drangsnesi í þrjú ár.
Formaður stjórnar Verslunarfélagsins gerir grein fyrir beiðni félagsins.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindi Verslunarfélagsins.
Oddvita falið að hefja samningsviðræður með vilja sveitarstjórnar til hliðsjónar.
Borið upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 20:20