Sveitarstjórnarfundur var haldinn 4. júlí 2021

Sveitarstjórnarfundur 4. júlí 2021

Föstudaginn 4. júlí 2021 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 32. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Bjarni Þórisson, Margrét Bjarnadóttir og Halldór Logi Friðgeirsson.

Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.

Oddviti leitar afbrigða og tekur lið 4: Erindi Veðskuldabréf nr. 750902

Dagskrá 32. fundar:

 1. Fundargerð 31. sveitarstjórnarfundar 25.06.2021.
 2. Fundargerðir nefnda
 3. Aðrar fundargerðir
 4. Ársreikningur 2020 – Seinni umræða
 5. Veðskuldabréf nr. 750902


Fundargerð:

 1. Fundargerð 31. sveitarstjórnarfundar 25.6.2021
  Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
 2. Fundargerðir nefnda 
 3. Aðrar fundargerðir
  1. SÍS, 96. fundur Samstarfsnefndar og Kennarasambands Íslands, 05.05.2021.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  2. SÍS, 99. fundur Samstarfsnefndar og Kennarasambands Íslands, 15.06.2021.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir. 
 1. Ársreikningur 2020 – Seinni umræða
  Ársreikningur Kaldrananeshrepps vegna ársins 2020 lagður fram til síðari umræðu.
  Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er jákvæð 18,4 milljónir og B hluta jákvæð um 21,4 milljónir. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 312,2 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam 326,4 millj. króna.

  Ársreikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða. 

 2. Veðskuldabréf nr. 750902
  Sveitarstjórn tók til skoðunar Veðskuldabréf nr. 750902 hjá Byggðastofnun og í ljósi óhagstæðra kjara ákveður sveitarstjórn að greiða það upp. Lánið stendur í 7.827.811 kr. og er 1% uppgreiðslugjald.

  Borið upp og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið 22:00