Sveitarstjórnarfundur var haldinn 25. júní 2021

Sveitarstjórnarfundur 25. júní 2021

Föstudaginn 25. júní 2021 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 31. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir, Margrét Bjarnadóttir og Bjarni Þórisson.

Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá 31. fundar:

 1. Ársreikningur 2020 - Fyrri umræða
 2. Fundargerð 30. sveitarstjórnarfundar 30.04.2021.
 3. Fundargerðir nefnda
 4. Aðrar fundargerðir
 5. Starfsmannaráðningar sveitarfélagsins 2021 - 2022
 6. Ljósleiðari - Framkvæmdir
 7. Staða hitaveitunnar
 8. Bréf frá Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytinu 
 9. Bréf Umhverfisstofnunar 
 10. Bréf frá Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytinu
 11.  Skýrsla Framtíðarseturs Íslands
 12. Forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti
 13. Handbók um öryggi og velferð barna í leik- og grunnskólum 
 14. Úthlutun veiðidaga í Bjarnarfjarðará
 15. Handbók vinnuskóla sveitarfélaga
 16. Almannavarnir og Covid 19 


Fundargerð:

 1. Ársreikningur 2020
  Ársreikningur Kaldrananeshrepps vegna ársins 2020 lagður fram.
  Ársreikningurinn vísað til seinni umræðu. Borinn upp og samþykktur samhljóða.

 2. Fundargerð 30. sveitarstjórnarfundar 30.4.2021
  Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

 3. Fundargerðir nefnda 

 4. Aðrar fundargerðir
  1. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, 133 fundur heilbrigðisnefndar, 06.06.2021.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir. 
  2. SÍS, samráðsfundur fræðslustjóra, 04.05.2021.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  3. Ársfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða, 11.05.2021.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  4. Þinggerð 66. Fjórðungsþings Vestfirðinga, 02.06.2021.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir
  5. 36. stjórnarfundur Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga, 28.04.2021.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  6. SÍS, 95. fundur Samstarfsnefndar og Kennarasambands Íslands, 13.04.2021.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  7. Samband íslenskra sveitarfélaga, 897. fundar stjórnar, 30.04.2021.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  8. Samband íslenskra sveitarfélaga, 898. fundar stjórnar, 28.05.2021.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  9. Samband íslenskra sveitarfélaga, 899. fundar stjórnar, 11.06.2021.
   Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
  10. SÍS, stöðuskýrsla nr. 14 um uppbyggingu félags- og atvinnumála, 06.05.2021.
   Skýrsla lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir
  11. SÍS, stöðuskýrsla nr. 15 um uppbyggingu félags- og atvinnumála, 28.05.2021.
   Skýrsla lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir
  12. SÍS, stöðuskýrsla nr. 16 um uppbyggingu félags- og atvinnumála, 11.06.2021.
   Skýrsla lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir
 1. Starfsmannaráðningar sveitarfélagsins 2021 - 2022
  Sundlaugarvörður hefur beðist eftir lausnar frá starfi eftir sumarið. Lagt er til að starf sundlaugarvörðs sé auglýst á heimasíðu og miðlum hreppsins.
  Borið upp og samþykkt samhljóða. 

  Auglýst var eftir umsjónarmanni til að vera með vinnuskólann og barst hreppnum ein umsókn vegna umrædds starfs.
  Sveitarstjórn staðfestir ráðningu.

 2. Ljósleiðari – Framkvæmdir 
  Oddviti gerði grein fyrir framkvæmdaáætlun vegna ljósleiðaravæðingu hreppsins og aðrar framkvæmdir ræddar. 

 3. Staða hitaveitunnar
  Oddviti fer yfir stöðu hitaveitunnar í hreppnum. Ákveðið að óska eftir ráðgjöf tveggja jarðfræðinga og fá fund með þeim ásamt sveitarstjórn.
  Borið upp og samþykkt.

 4. Bréf frá Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytinu
  Bréf var sent til allra sveitarfélaga frá Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem óskað var eftir að gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga væru yfirfarnar. Einnig óskar ráðuneytið að verða upplýst með stuttri samantekt um ákvörðun vatnsgjalds og gögnum sem byggð eru á því sambandi.
  Sveitarstjórn ákveður að taka málið til ítarlegri skoðun og frestar málinu til næsta fundar.
  Borið upp og samþykkt. 

 5. Bréf frá Umhverfisstofnun
  Umhverfisstofnun sendir frá sér bréf þar sem vísað er til tillögu um friðlýsingarskilmála fyrir þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum. Orkubú Vestfjarða vill vekja athygli Vestfirðinga á sjónarmiðum um orkuframleiðslu og orkuflutning innan fyrirhugaðra marka, enda um verulega hagsmuni að ræða.
  Bréf lagt fram til kynningar. 

 6. Bréf frá Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytinu
  Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytið sendir frá sér umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum nr. 81/2004 sem öðlast munu gildi 1. júlí nk. Með bréfi þessu er leitast við að gefa yfirlit um helstu breytingar breytingar sem af þessu leiða.
  Bréf lagt fram til kynningar. 

 7. Skýrsla Framtíðarseturs Íslands - Framtíðaráskoranir sveitarfélaga
  Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, hvetur sveitarfélög til að taka skýrslu Framtíðarseturs Íslands til umræðu. Um er að ræða framtíðaráskoranir sveitarfélaga í kjölfar Covid 19, sem kynnt var á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 28. maí 2021.
  Skýrsla lögð fram til kynningar. 

 8. Forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti
  Forsætisráðuneytið sendir bréf um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021 - 2025.
  Bréf lagt fram til kynningar. 

 9. Handbók um öryggi og velferð barna í leik- og grunnskólum
  Mennta- og Menningarmálaráðuneytið gefur út handbók um velferð og öryggi barna í leik- og grunnskólum. Meðfylgjandi eru viðbragðsáætlun og viðbragðsleiðbeiningar er varðar eldgos, jarðskjálfta og snjóflóð.
  Lagt fram til kynningar. 

 10. Úthlutun veiðidaga í Bjarnafjarðará
  Búið er að fá uppfærða íbúaskrá frá Hagstofu Íslands og hefur þjónustufulltrúi parað íbúa í tveggja manna hópa. Nemendur við Grunnskólann á Drangsnesi hafa einnig dregið úthlutanir veiðidaga líkt og hefð hefur verið síðustu ára.

  Sveitarstjórn samþykkir úthlutun veiðidaga og felur þjónustufulltrúa að birta niðurstöður í Verslunarfélagi Drangsnes og heimasíðu hreppsins.
  Borið upp og samþykkt með fjórum atkvæðum og einn var á móti. 

 11. Handbók vinnuskóla sveitarfélaga
  Umboðsmaður barna gefur út handbók vinnuskóla sveitarfélaga er varðar fræðslu, öryggi og ábyrgð í starfi barna og ungmenna.
  Lagt fram til kynningar. 

 12. Almannavarnir og Covid 19
  Sveitarstjórn fer yfir nýjustu sóttvarnarráðstafanir fyrir starfsemi sveitarfélaga og leggur nýjustu reglugerðir og leiðbeiningar fram til kynningar.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið 22:40