Tilkynning frá sveitarstjórn

Skrifstofan

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hefur ákveðið að loka skrifstofu sveitarfélagsins tímabundið fyrir almenningi til að tryggja öryggi starfsmanna sem og íbúa sveitarfélagsins. Frá og með mánudeginum 23. mars 2020 er skrifstofa Kaldrananeshrepps því einungis aðgengileg í gegnum síma 4513277/6914131 eða tölvupóst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. frá kl 9:00 til 15:00, þar til annað verður ákveðið.

Sundlaugin og fjörupottarnir

Aðrar breytingar á þjónustu sveitarfélagsins eru þær að í óákveðin tíma er lokað fyrir aðgang að sundlauginni og að pottunum í fjörunni.

Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum sveitarfélagsins, því að breytingar á þjónustu eru endurskoðaðar daglega í takt við ákvarðanir yfirvalda.

Annars þökkum við íbúum fyrir þolinmæðina og hvetjum alla til að fylgja leiðbeiningum yfirvalda til hins ítrasta. Leiðbeiningar má til dæmis finna á https://www.covid.is/

Lifum heil !

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps