Sveitarstjórnarfundur 9.október 2019

Sveitarstjórnarfundur 9.október 2019

 

Miðvikudaginn 9. október 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 15. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Halldór Logi Friðgeirsson, Ómar Pálsson, Ingólfur Haraldsson og Margrét Bjarnadóttir

Oddviti setti fund kl. 20:00 og leitar afbrigða til að bæta við 7 liðum á dagskrá fundarins það er liður 14. Umsóknir um stöðuleyfi, 15. Útleiga Aðalbraut 8, 16. Fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu, 17. Forkaupsréttur að hlutabréfum Skúla ehf 18. Bryggjuhátíð á Drangsnesi 2020 , 19. Bréf frá ungmennaráði Kaldrananeshrepps, 20. 20. Fundur Stjórnar Vestfjarðarstofu, 21.Fjórðungssamband Vestfirðinga

Ingólfur Haraldsson ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá

  1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 11.09.2019
  2. Fundargerðir nefnda
  3. Aðrar fundargerðir
  4. Deiliskipulaga Klúku
  5. Staða verslunar á Drangsnesi
  6. Eldvarnir
  7. Götunöfn
  8. Ársreikningur Fiskvinnslunnar Drangs ehf
  9. Tré lífsins
  10. Umsókn um lóð
  11. Bréf frá umhverfishópi Kaldrananeshrepps

12..      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarsfélaga

  1. Samráðsvettvangur um loftslagsmál og heimsmarkmið
  2. Umsóknir um stöðuleyfi
  3. Útleiga Aðalbraut 8
  4. Fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu
  5. Forkaupsréttur að hlutabréfum Skúla ehf
  6. Bryggjuhátíð á Drangsnesi 2020
  7. Bréf frá ungmennaráði Kaldrananeshrepps
  8. Fundur stjórnar Vestfjarðarstofu
  9. Fjórðungssamband Vestfirðinga
  1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar 11.09.2019

Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Borin upp og samþykkt

  1. Fundargerðir nefnda
  2. Fundargerð Fræðslunefndar frá 14.8.2019. Fundargerðin rædd og samþykkt.
  3. Fundargerð Fjallskilanefndar frá 20.8.2019. Fundargerðin rædd og samþykkt.
  4. Aðrar fundargerðir
  5. Fundargerð 29. fundar Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps frá 24.sept 2019 lögð fram til kynningar.
  6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 12.9.2019 lögð fram og rædd
  7. Fundargerð 874. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
  8. Deiliskipulag Klúku

Breyting hefur verið unnin á gildandi deiliskipulagi fyrir jörðina Klúku. Telst breytingin óveruleg. Borin upp og samþykkt samhljóða og málinu vísað til skipulagsfulltrúa.

  1. Staða verslunar á Drangsnesi.

Oddviti tók til umræðu stöðu verslunar á Drangsnesi í ljósi slæmrar stöðu Kaupfélags Steingrímsfjarðar Hólmavík. Sveitarstjórn hefur miklar áhyggjur af stöðu mála og felur oddvita að fylgjast með stöðunni og leita verðhugmynda í húsnæði og eignir Kaupfélagsins á Drangsnesi.

  1. Eldvarnir

Eldvarnabandalagið ásamt Kaldrananeshreppi hafa samþykkt að senda sameiginlegt bréf til allra íbúa með hvatningu um að huga vel að eldvörnum heimilisns og bæta það sem bæta þarf. Myndi fylgja bréfinu handbók þeirra um eldvarnir heimilisins.    Sveitarstjórn þakkar Eldvarnarbandalaginu áhugann og stuðninginn í þessu verkefni. Slökkviliðstjóra falið að leita samstarfs við tryggingafélag sveitafélagsins. Samþykkt samhljóða.

  1. Götunöfn

Íbúakosning um nafn á nýja götu á Drangsnesi. Gatan er á Húsahjalla og liggur að vitanum. Niðurstaða íbúakosningar er svohljóðandi.

Annað 10%, Vitahjalli 12%, Húsahjalli 36%,Vitavegur 42%

Sveitastjórn þakkar íbúum þáttöku og staðfestir hér með að gatan hljóti nafngiftina Vitavegur. Oddvita falið að annast nafngiftina.

  1. Ársreikningur Fiskvinnslunnar Drangs ehf

Ársreikningur Fiskvinnslunnar Drangs ehf fyrir árið 2018 lagður fram til kynningar.

  1. Tré lífsins

Bréf dags 20.9.2019. Erindi bréfsins er að kanna áhuga sveitarstjórnar á Minningargörðum og afstöðu til þess að opna slíkan garð í sveitarfélaginu. Í minningargarða verður aska látinna einstaklinga gróðursett ásamt tré sem mun vaxa upp til minningar um hinn látna og vera merkt rafrænni minningarsíðu þess sem undir því hvílir. Sveitarstjórn samþykkir að hafna tillögu með 4 atkvæðum , 1 sat hjá.

  1. Umsókn um lóð

Magnea Guðný Róbertsdóttir og Elías Jakob Ingimarsson sækja um lóð nr.4 á Vitavegi. Sveitarstjórn samþykkir að veita ofangreindum lóð nr. 4 á Vitavegi

Úthlutun gildir í 1 ár og eftir það fellur úthlutun niður ef framkvæmdir eru ekki hafnar. Borið upp og samþykkt samhljóða

  1. Bréf frá umhverfishópi Kaldrananeshrepps

Umhverfishópur Kaldrananeshrepps leggur til við sveitarstjórn að athuga með moltuvinnslu í hreppnum.

Sveitarstjórn fagnar áhuga hjá umhverfishóp Kaldrananeshrepps og tekur jákvætt í erindið, sveitarstjórn ætlar að leyta til hópsins um ítarlegri útfærslu á málinu. Borið upp og samþykkt

12..      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarsfélaga

Leiðbeinandi álit frá Lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi tvöfalda skólavist barns í leik- og grunnskóla. Lagt fram til kynningar.

  1. Samráðsvettvangur um loftslagsmál og heimsmarkmið

Samband ísl. sveitarfélaga óskar eftir viðbrögðum sveitarstjórnar um hvort sveitarstjornin hafi tekið afstöðu til samráðsvettvangs um loftslagsmál og heimsmarkmið. Oddvita falið að svara erindinu í samræmi við vilja sveitarstjórnar.

  1. Umsóknir um stöðuleyfi

Tvær umsóknir um stöðuleyfi hafa borist. Áveðið að vísa þeim til Byggingar- skipulags- umhverfisnefndar.

  1. Útleiga Aðalbraut 8

Sveitarstjórn hefur úthlutað Aðalbraut 8 til útleigu og mun oddviti svara umsækjendum. Borið upp og samþykkt.

  1. Fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu

Fjárhagsáætlun Vestfjarðarstofu gerir ráð fyrir að hlutur Kaldrananeshrepps verði 699.757 kr, Borið upp og samþykkt

  1. Forkaupsréttur að hlutabréfum Skúla ehf

Kaupfélag Steingrímsfjarðar tilkynnir stjórn Skúla ehf forkaupsréttarákvæði á eignarhlut Kaupfélagsins á 8% eignarhlut í Útgerðarfélaginu Skúla ehf. Nýti stjórn Skúla ekki forkauprétt sinn virkjast forkaupsréttarákvæði hlutafjáreigendum að nýta forkaupsrétt sinn þann 14 desember kl 12:00 til 16 desember kl 12:00 .

Sveitafélagið sem hlutafjáreigandi mun fylgjast með gang mála. Borið upp og samþykkt.

  1. Bryggjuhátíð á Drangsnesi 2020

Á íbúðafundi þann 6.10. 2019 var ákveðið að halda bryggjuhátíð þann 18. júlí 2020 og var leytað til sveitastjórnar hvort hún muni ekki styðja við verkefnið með sama hætti og hefur verið undanfarnar hátíðar.

Sveitatjórn fagnar því að ákveðið hefur verið að halda bryggjuhátíð og samþykkir að taka þátt í verkefninu líkt og á fyrri hátíðum.

  1. Bréf frá ungmennaráði Kaldrananeshrepps

Sveitarstjórn fagnar áhuga ungra íbúa hreppsins á málefnum sveitafélagsins og óskar eftir góðri samvinnu í náinni framtíð.

  1. Fundur stjórnar Vestfjarðarstofu, rætt og samþykkt samhljóða.
  2. Fjórðungssamband Vestfirðinga

Lagðar fram tillögur milliþinganefndar Fjórðungsþings Vestfirðinga um breytingar á samþykktum Fjórðungssambands Vestfirðinga og þingsköpum Fjórðungsþings Vestfirðinga. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögurnar

Fleira ekki fyrir tekið

Fundargerðin lesin upp og samþykkt

Fundi slitið kl. 23:15