Bryggjuhátíð 2007 lokið

Bryggjuhátíðinni er lokið og tókst með eindæmum vel. Hér má sjá fleiri myndir frá hátíðinni.

img_0033 Það er ekki alveg sjálfgefið að svona vel takist til við allt sem viðkemur Bryggjuhátíðinni. En þegar allir leggjast á eitt eins og hér hefur verið frá upphafi Bryggjuhátíðar árið 1996 þá bara gengur allt upp. Hvernig fólk vinnur saman að hátíðinni er algjört einsdæmi á landsvísu og okkur til mikils sóma. Og við getum verið stolt af Bryggjuhátíðinni. Auðvitað erum við ekki sammála um hvert og eitt einasta atriði og alltaf má eitthvað betur fara en það er bara ekki málið heldur hvernig heildarútkoman er og af henni getum við verið stolt. Það sem mátti fara betur í framkvæmdinni núna verður bara gert betur næst.

Við erum líka svo einstaklega heppin með gesti Bryggjuhátíðar og vonumst eftir að þeir komi endilega aftur að ári. Svona gesti vilja allir fá til sín. Mjög margir höfðu orð á þvi við undirritaða hversu allt væri hér snyrtilegt og þá sérstaklega hversu vel væri staðið að því að þrífa klósettin á svæðinu og hvað þetta væri mikill munur en víða annars staðar sem það hefði verið. Þetta er allt ykkur að þakka.
 
Vil ég fyrir hönd Bryggjuhátíðar 2007 þakka ykkur öllum fyrir frábærlega skemmtilegan tíma við undirbúning og vinnu á bryggjuhátínni sjálfri og við tiltektina á eftir. Takk fyrir.

Jenný