Spurningar og svör

straeto29.10.2013
Ágæta samstarfsfólk
Stjórn Strætó bs. ákvað á fundi sínum þann 26.október síðastliðinn að hækka gjaldskrá Strætó frá og með 1.desember næstkomandi. Hækkunin nemur að meðaltali 7% og nær til tímabilskorta, farmiða og staðgreiðslu. Mesti munurinn að þessu sinni er hækkun á staðgreiðslu ásamt því að farmiðaspjöld fyrir fullorðna innihalda aftur tíu miða í stað níu.


Eftirfarandi tafla sýnir fargjöld Strætó frá og með 1.desember næstkomandi og tilgreindar breytingar á fargjöldum.

Spurningar-og-svor

Ef eitthvað er óljóst og nánari upplýsingar vantar er ykkur velkomið að setja ykkur í samband við þjónustuver í síma 540-2700 og við svörum ykkur með gleði, einnig er hægt að senda póst á eftirfarandi.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Spurningar og svör til aðstoðar.
Af hverju er verið að hækka gjaldskrána?
Til að halda í við verðlagshækkanir og einnig vegna stefnu eigenda fyrirtækisins um að fargjaldatekjur verði stærri hluti af rekstrarkostnaði.

Er Strætó ekki alltaf að hækka gjaldskrána, tvisvar á síðasta ári?
Við reynum að halda í við almennar verðlagshækkanir. Stakt fargjald hefur hins vegar ekki hækkað síðan í janúar 2011, þannig að það er nú ekki þannig að við séum alltaf að hækka.

Af hverju hækkar stakt fargjald svona mikið?
Þeir sem nota þjónustuna mest eiga að fá mestan afslátt og finna mest fyrir hagvæmni þess að kaupa fargjaldaform yfir lengri tíma.
Gjaldskrárhækkunin er nauðsynleg, til að halda í við verlagsþróun og vegna stefnu um hærra hlutfall fargjaldatekna í rekstrarkostnaði. Við vildum hins vegar hækka minnst á reglulega notendur þjónustunnar og þess vegna hækkar stakt fargjald meira en tímabilskort. Nú er enn hagstæðara að kaupa tímatalskort.

Skilar Strætó ekki hagnaði? Af hverju þarf þá að hækka gjaldskrá?
Við vísum aftur í svarið við fyrstu spurningunni, almenna verðlagsþróun og stefnu um fargjaldatekjur. Hvað fjárhagsstöðuna varðar þá er umfangsmikil og löngu tímabær endurnýjun á vagnaflotanum framundan sem verður mjög kostnaðarsöm, en mun þýða betri þjónustu. Strætó á samkvæmt stefnu eigenda að skila rekstarafgangi til að fjármagna nauðsynlega endurnýjun á vagnaflotanum, sem er löngu tímabær, þar sem allar slíkar fjárfestingar var frestað í kjölfar hrunsins.

Mun þetta ekki fækka farþegum?
Við teljum ekki. Strætó er enn langódýrasti ferðamátinn. Það er hagkvæmt og gott að taka Strætó.

Af hverju er verið að hækka í desember, útgjaldamesta mánuði flestra?
Stjórnin ákveður tímasetninguna, en það er ekki óalgengt að hækkanir verði í kringum áramót.

Af hverju segið þið 7% hækkun, þegar stakt fargjald hækkar um 14%
Af því að fargjöldin hækka að meðaltali um 7%. Sumir fargjaldaflokkar hækka meira, eins og stök fargjöld, en aðrir minna, eins og tímabilskort og afsláttarmiðar.

Finnst ykkur rétt að hækka fargjald á aldraða og öryrkja í þessu árferði?
Fargjöld aldraðra og öryrkja hækka um 4%, sem er undir meðaltalshækkuninni. Það var því reynt að taka tillit til þeirra við þessa hækkun.

Og svo munu væntanlega koma klassískar spurningar ekki beintengdar hækkuninni, sem ég fæ í það minnsta reglulega:
Þetta eru spurningar sem þið þekkið og svarið með stæl líkt og vanalega.

Af hverju er ekki hægt að greiða með korti í Strætó?
Af hverju er ekki hægt að fá til baka í Strætó?
Af hverju er ekki hægt að kaupa kort af vagnstjórum?
Hægt er að kaupa 10 miða kort hjá vagnstjórum þar sem hver miði kostar 350 kr.
Munið að vera björt og jákvæð í svörum ykkar. Leiðbeinandi og hvetjandi. Nú er svo gott að geta bent fólki á að kaupa á vefnum því afslátturinn er raunverulegur af miðunum til dæmis (fullorðins)