Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík hefur vetrarstarfssemi sína.
- Details
- Miðvikudagur, 31 ágúst 2011 16:57

Við ætlum að hittast á Café Riis þriðjudaginn 30. ágúst kl.20.00
og velta fyrir okkur í sameiningu hvað við viljum gera í vetur.
Það er margt á döfinni.
Við stefnum að tónleikum í Reykjavík og leikhúsferð á fyrsta vetrardag.
Æfingabúðir og jafnvel samstarf við aðra kóra.
Utanlandsferð vorið 2012.
Allar konur sem áhuga hafa á að syngja og vera með eru velkomnar.
Stjórnin.